Fréttir

Æfingatímar og nýir þjálfarar 2015

Nú hefst tímabilið 2015 - 2016 af meiri krafti en áður með nýjum þjálfurum og breyttum áherslum. Hér fyrir neðan má sjá þá æfingatíma sem eru í boði en boði verður upp á skipulagðar æfingar frá 4 bekk og upp úr.
 
 
Lesa meira

Æfingatímar

Æfingar eru byrjaðar á fullu hjá körfunni, hér fyrir neðan er hægt að sjá töfluna
Lesa meira

2. deild karla: Úrslit úr 8-liða úrslitum, og leikirnir í undanúrslitunum

Úrslit helgarirnar 8 liða úrslitakeppnarirnar í 2. deildinni:
 
KV         (2. sæti A-riðils) - Íþ.f. Breiðholts (3. sæti B-riðils)  84 - 95
Sindri   (2. sæti B-riðils) - Ármann   (3. sæti A-riðils)  59 - 49
ÍG         (1. sæti A-riðils) - Reynir S.  (4. sæti B-riðils)   98 - 95
Laugdælir (1. sæti B-riðils) - Álftanes  (4. sæti A-riðils)   75 - 78
Lesa meira

2. deild karla: 8-liða úrslitin hefjast í kvöld

21.3.2014 | 16:56 | Stefán | 2. deild karla
2. deild karla: 8-liða úrslitin hefjast í kvöld

Fyrsti leikur kvöldsins er í Kennaraháskólanum þegar KV tekur á móti ÍB kl. 19.15.

Seinni leikur kvöldsins er viðureign Sindra og Ármanns og hefst hann kl. 20.00.

Á mánudag klárast 8-liða úrslitin þegar ÍG tekur á móti Reyni S. og Álftanes sækir Laugdæli heim. Hefjast báðir leikirnir kl. 20.00.
 
http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=8351
Lesa meira

Endalok tímabilsins 2013-2014 hjá ÍBV:

ÍBV og Patrekur komust að samkomulagi um jafntefli í síðasta deildarleiknum í 2. deild á þessari leiktíð, sem átti að fara fram í Vestmannaeyjum n.k. laugardag. Enn ástæðan er sú að bæði lið enduðu í neðsta sæti A-riðils, og þar með enga möguleika að komast í úrslitakeppnina. Og svo fyrir utan kostnaðinn, þá er verkfall 6 undirmanna Herjólfs ekki að hjálpa til.
 
 
 
Lesa meira

Ekki síðasti leikur helgarirnar 7.-9. mars 2014: ÍBV - Patrekur

Á morgun 8. mars 2014 átti fara fram í Vestmannaeyjum síðasti leikur tímabilsins hjá ÍBV. Enn þar sem veðurspá er í versta falli slæm, og vegna verkfall áhafnar Herjólfs komast liðsmenn Patrekar ekki til Eyja. Þannig að leikurinn er frestaður til 22. mars.
Lesa meira

ÍBV - ÍG 85 - 88

ÍBV og íG háðu skemmtilega baráttu um sigur í frábærum leik sem fór fram í Vestmannaeyjum í gær, laugardag 15.febrúar 2014. ÍBV liðið hefur allt tímabilið verið að kljást við meiðsli hjá leikmönnum og er algengt að liðið sé að mæta til leiks án þriggja byrjunarmanna. Þrátt fyrir það að íBV komist ekki í úrslitakeppnina í ár þá hafa þeir háð hetjulega baráttu í hverjum einasta leik og hefur aðeins vantað herslumuninn upp á sigur en ÍBV er búið að tapa síðustu 2 leikjum með 2 og 3 stigum. ÍBV er jafnframt búið að skora næst mest af stigum í sínum riðli þrátt fyrir að verma næstneðsta sætið og eru stig skoruð og stig á sig fenginn 778 - 784 sem sýnir kannski best hvað leikir íBV hafa verið jafnir í gegnum tíðina.
 
Lesa meira

Leikur helgarirnnar 14.-16. febrúar 2014: ÍBV - ÍG

Úrslit: ÍBV - ÍG 85 - 88.
 
 
Næstsíðasti deildarleikur körfuknattsfélags ÍBV-affs í A-riðli Íslandsmótsins 2. deildar í körfuknattleik á þessari leiktíð, fer fram í dag laugardag 15. febrúar 2014 kl.16:00, í Gamla sal Íþróttamiðstöðvarirnar. Enn ÍBV fær þá í heimsókn lið ÍG frá Grindavík. Enn ÍBV skartar í dag allavega tveimur fyrrum leikmönnum ÍG.

Þar sem ÍBV tapaði sínum 7 leik um síðustu helgi, ásamt því að lið sem var fyrir neðan ÍBV fyrir síðustu helgi, tók uppá því að vinna liðið sem er í örðu sætinu. Sem þýðir að lið ÍBV á nánast engan möguleika á að komast í úrslitakeppnina í vor.
 
Þannig að ÍBV-strákarnir verða bara vinna þessa tvo leiki sem eftir er uppá stoltið.
Lesa meira

Leikur helgarirnnar 7.-9. febrúar 2014: ÍBV - KV

Úrslit: ÍBV - KV  67 - 69
 
Í dag góðvirðislaugardaginn 8. febrúar 2014 tekur ÍBV á móti topplið KV í A-riðli 2. deildar Íslandsmótsins í körfuknattleik. Og hefst hann kl. 16:00 í Gamla sal Íþróttamiðstöðvarirnar.

ÍBV er í 5 sæti þegar 3 leikir eru eftir, og verða vinna þá ef liðið á að tryggja sér í úrslitakeppnina (topp 4). Enn þetta verður strembið barátta þar sem næstu 2 leikir verða við lið sem eru í þriðja og fyrsta sæti, reyndar heimaleikir hjá ÍBV. Enn síðasti leikurinn verður við neðsta liðið. Þannig að ÍBV-liðið þarfnast nauðsynlega á stuðningi Eyjamanna af áhorfendabekkjunum. Enginn afsökun að rífa sig ekki út í góða veðrið, og mæta á körfuboltaleik í Eyjum.
Lesa meira

Leikur helgarirnar 31. janúar - 2 febrúar 2014: Ármann - ÍBV

Í dag laugardag 1. febrúar 2014 kl.13:00 í Kennaraháskólanum í Reykjavík fer fram leikur Ármanns og ÍBV í A-riðli 2.deildar í  Íslandsmótinu í körfuknattleik.
Lesa meira

Leikur helgarirnar 24.-26. janúar 2014: KV - ÍBV

Á morgun sunnudag 26. janúar 2014 kl. 14:00 í Kennaraháskólanum í Reykjavík fer fram leikur KV og ÍBV í A-riðli 2.deildar í  Íslandsmótinu í körfuknattleik.
 
 
 
 
(E.s. ný og skilmerkari uppfærsla kemur vonandi seinna í dag eða í kvöld, laugardag)
Lesa meira

Körfuknattsleikmaður Vestmannaeyja 2013: Tómas Orri Tómasson

Í kvöld fimmtudag 23. janúar 2014 fór fram val á íþróttamönnum Vestmannaeyja 2013 hjá aðilafélögum ÍBV-íþróttafélags. Og körfuknattsfélag ÍBV valdi Tómas Orra Tómasson sem körfuknattsleiksmann Vestmannaeyja 2013.
Lesa meira

Leikur helgarirnar 17.-19. janúar 2014: ÍBV - Afturelding

Þá er komið að örðum leik ársins 2014, og jafnframt fyrsta heimaleiks ÍBV-affs. Þegar körfuknattslið ÍBV tekur á móti Aftureldingu frá Mosfellsbæ í dag 18. janúar 2014 kl. 16:00. Og fer leikurinn fram eins og venjulega í Gamla Sal Íþróttarmiðstöðvarirnnar.

Síðustu helgi tapaði ÍBV fyir Áftanes sínum þriðja leik af sex leikjum þessarar leiktíðar. Og eru sem stendur í fjórða sæti, á meðan Afturelding er í fimmta sæti. Reyndar með jafnmörg stig, eða sex. Enn ÍBV er búið að leika einum leik minna enn Afturelding, og því fyrir ofan.

Þannig að þetta verður nokkurskonar tímabundinn úrslitaleikur um fjórða sæti.
Lesa meira

Leikur helgarirnar 10.-12. janúar 2014: Álftanes - ÍBV

Á morgun, laugardaginn 11. janúar kl.16:30 hefst fyrsti leikur ársins 2014 hjá körfuknattsliði ÍBV. Þegar þeir skreppa til Álftanesar til að keppa við samneft lið í A-riðli 2. deildar Íslandmótsins í körfuknattleik.

Fyrri leikur þeirra á tímabilinu fór fram 13.október 2013 í Eyjum. Og sigraði ÍBV lið Álftanesar með 20 stigum, 83 - 63.
Lesa meira

16 þristar settir á móti Patreki

 ÍBV fór í Kópavoginn á Laugardaginn og mætti Patreki, Eyjamenn skoruðu fyrstu stigin og létu forrystuna aldrei af hendi eftir það og unnu sanngjarnan sigur 82 - 97, eftir að staðan í hálfleik hafi verið 38 - 51. Eyjamenn juku forrystuna jafnt og þétt þar til staðan var 50 - 72 þá slökuðu þeir aðeins á klónni en lönduðu þó öruggum sigri eins og fyrr segir. Strákarnir hittu vel fyrir utan og settu 16 þrista í leiknum, Geir Helgason með flesta eða 7 slíka og Sigurður Waage með 5. 
Lesa meira

Myndir

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013